Bikarleikur á Þórsvelli
Sextán liða úrslit Valitor-bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast í kvöld með þremur leikjum. Á Þórsvelli er
úrvalsdeildarslagur milli Þórs og Víkings R. og hefst leikurinn kl. 18:30. Einnig mætast Haukar og Keflavík á Ásvöllum og Fjölnir og
Hamar á Fjölnisvelli, en þeir leikir hefjast kl. 19:15. Þór og Víkingur hafa einu sinni mæst í sumar í deildarleik, en þá
hafði Víkingur betur 2:0 á heimavelli í fyrstu umferðinni. Þórsarar hafa hins vegar verið á góðu skriði undanfarið og til alls
líklegir á heimavelli.