Margrét Guðjónsdóttir framkvæmastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri segir í ársskýrslu stofnunarinnar að erfiðlega hafi gengið að ná endum saman í rekstrinum, þrátt fyrir að dregið hafi verið úr starfseminni á undanförnum árum vegna niðurskurðar. Hún segir að komið sé að þolmörkum, miðað við núverandi starfsemi. Bið eftir tímum hjá heimilislækni var óæskilega löng á árinu, að meðaltali 5,2 virkir dagar og verður lengri á meðan ekki verður unnt að ráða þann fjölda lækna sem þarf til að sinna íbúafjöldanum, segir Margrét í ársskýrslunni.
4800 án heimilislæknis
Sérstaklega er vikið að langri bið eftir tímum hjá heimilislækni, en 4800 íbúar á starfssvæði HAK áttu þess ekki kost að skrá sig hjá heimilislækni í árslok. Enn er gengið er út frá því að allir íbúar geti verið skráðir hjá heimilislækni en æ erfiðara verður að ná því takmarki. Biðtími eftir tíma hjá heimilislækni hefur verið að aukast undanfarið eftir að hafa verið stöðugur fyrri ár og er orðinn alltof langur, segir í ársskýrslu HAK.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags
karleskil@vikudagur.is