Krónan opnar verslun á Akureyri
Krónan mun opna verslun á Akureyri árið 2022 en verslunarrisinn hefur lengi stefnt að því að opna verslun í bænum. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá lóðina sem Krónan sóttist eftir samþykkta hjá bæjaryfirvöldum.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur nú samþykkt tillögu skipulagsráðs um nýtt deiliskipulag á svonefndum Hvannavallareit en hann er á svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum.