„Betri er bók en kók - í háskóla þeirra sem heima sitja“

Sigurjón Benediktsson t.v. ásamt og með góðkunningja sínum lögmanninum Örlygi Hnefli Jónssyni. Mynd:…
Sigurjón Benediktsson t.v. ásamt og með góðkunningja sínum lögmanninum Örlygi Hnefli Jónssyni. Mynd: JS

Þegar Bókasafn Suður-Þingeyinga fagnaði 90 ára afmæli árið 1995, var efnt til afmælisveislu í safninu á Húsavík. Snittur voru snæddar og ræður fluttar og hrutu þar margir spaklegir gullmolar af borðum gáfumanna. M.a. sagði Ingibjörg Magnúsdóttir, blaðamaður Dags og stjórnarformaður safnsins að Bókasafnið væri: Háskóli þeirra sem heima sitja.

Og Sigurjón Benediktsson tannlæknir, sem þekkti öðrum betur afleiðingar taumlausrar gosdrykkjadrykkju, ánafnaði og það ókeypis, Bókasafninu nýju slagorði í tilefni afmælisins, sem sé: Betri er bók en kók! JS


Nýjast