Bestu hestar og knapar landsins keppa á Akureyri

Íslandsmótið í hestaíþróttum fer fram þessa dagana á Hlíðarholtsvelli í Lögmannshlíð, á svæði Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Keppnin hófst í gærmorgun, er fram haldið í dag en mótinu lýkur svo um miðjan dag á morgun laugardag. Margir bestu knapar og gæðingar landsins eru mættir til leiks og er keppni jöfn og spennandi.  

Um 190 keppendur frá 24 félögum taka þátt í mótinu en alls eru um 300 skráningar í keppnisgreinar. Líklegt er að þetta mót sé síðasta tækifæri fyrir knapa til að komast í landsliðið sem fer á Heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Nú stendur yfir keppni í tölti og er ástæða til að hvetja fólk til að mæta á Hlíðarholtsvöll og fylgjast með skemmtilegri keppni.

Nýjast