20. febrúar, 2009 - 23:16
Fréttir
Bernharð Arnarson hefur ákveðið að sækjast eftir 5. - 8. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi
í næstu alþingiskosningum. Bernharð er búfræðingur og bóndi að Auðbrekku í Hörgárdal, þar sem hann rekur blandaðan
búrekstur ásamt eiginkonu sinni Þórdísi Þórisdóttur. Saman eiga þau fjögur börn á aldrinum tveggja til sjö
ára.
"Ég hef starfað mikið að ýmsum félagsstörfum m.a. í leikfélagi Hörgdæla þar sem ég sit í stjórn, í
Umf. Smáranum þar sem ég gegni embætti formanns og síðan hef ég á undangengnum árum sinnt hinum ýmsu störfum innan
Framsóknarflokksins m.a. sem formaður FUFAN þar sem ég sit í stjórn ásamt því að gegna embætti varaformanns
fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri."