Bernharð dregur framboð sitt á lista Framsóknarflokksins til baka

Bernharð Arnarson hefur ákveðið að draga framboð sitt á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi til baka en hann bauð sig fram í 5. - 8. sæti.  Bernharð segir í yfirlýsingu að ástæðan sé ólíðandi framganga stjórnar Kjördæmasambands Norðausturkjördæmis sem studd sé af landsstjórn flokksins.   

"Ákvarðanir þær sem stjórnirnar hafa tekið undangengna daga eru í slíkri andstæðu við öll réttlætis- og jafnræðissjónarmið að annað eins er fáséð og alls ekki í anda eða samkvæmt gildum Framsóknarflokksins. Augljóst er að stjórn kjördæmasambandsins gerir allt til að tryggja stöðu ákveðinna frambjóðenda umfram aðra. Stjórn kjördæmasambandsins hefur með ákvörðunum sínum sýnt fram á algjört vanhæfi sitt við undirbúning alþingiskosninga og verður því að draga í efa öll störf þeirra," segir ennfremur í yfirlýsingu Bernharðs. 

Nýjast