Berghrunið hægir á greftri

Mynd/Valgeir Bergmann.
Mynd/Valgeir Bergmann.

Framvindan í síðustu vinnuviku ársins fyrir jólafrí í Vaðlaheiðargöngum var alls 27 metrar en hægt hefur gengið að bora eftir að óhapp varð í göngunum í síðasta mánuði þegar nokkur tonn af bergi hrundu úr gangaloftinu Eyjafjarðarmegin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir ljóst að óhappið setji talsvert strik í reikninginn í gangnavinnunni en nánar er fjallað um stöðu mála í göngunum í prentútgáfu blaðsins.


Nýjast