Benedikt og Betty leiða Viðreisn í NA-kjördæmi
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, skipar fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október. Annað sæti skipar Hildur Betty Kristjánsdóttir, deildarstjóri í Naustaskóla á Akureyri. Stjórn Viðreisnar hefur staðfest lista frambjóðenda.
Listinn er fléttulisti með jöfnu kynjahlutfalli:
- Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Reykjavík
- Hildur Betty Kristjánsdóttir, deildarstjóri, Akureyri
- Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Egilsstöðum
- Ester Sigurásta Sigurðardóttir, verkefnastjóri, Vopnafirði
- Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður, Akureyri
- Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri, Reyðarfirði
- Kristófer Alex Guðmundsson, sala og markaður, Akureyri
- Sigríður Ásta Hauksdóttir, fjölskylduráðgjafi, Akureyri
- Halldór Sævar Guðbergsson, fagstjóri og íþróttakennari, Akureyri
- Hrefna Zoëga, Norðfirði
- Friðrik Sigurðsson, fv. forseti sveitarstjórnar Norðurþings, Akureyri
- Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Akureyri
- Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustufrumkvöðull, Reyðarfirði
- Una Dögg Guðmundsdóttir, kennari, Siglufirði
- Ingvar Gíslason, háskólanemi, Reykjavík
- Anna Svava Traustadóttir, verslunarstjóri, Akureyri
- Valtýr Hreiðarsson, ferðaþjónustubóndi, Svalbarðsströnd
- Sinniva Lind T. Gjerde, skólaliði, Akureyri
- Páll Baldursson, sagnfræðingur og fv. sveitarstjóri á Breiðdalsvík, Egilsstöðum
- Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði