Benedikt ætlar ekki inn í núverandi ríkisstjórn
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fékk tilboð í hádeginu í gær frá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins um að taka sæti í núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Benedikt afþakkaði boðið. Mbl.is sagði frá þessu. Hann sagði það löngu ljóst að Viðreisn ætlaði ekki að ganga inn í þessa ríkisstjórn.
Benedikt vildi hins vegar ekki útiloka að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með Framsóknarflokknum.
„Við ættum að reyna að opna viðræðurnar meira en við höfum verið að gera í ljósi þess sem forsetinn hefur sagt,“ sagði Benedikt við mbl.is.