Beiti sér af meiri hörku í flugvallarmálinu

Séð yfir Reykjavíkurflugvöll. Þorkell Ásgeir segir Akureyrarbæ þurfa að hafa forystu í að
spyrna fastar við fótum til að bjarga neyðarbrautinni.
Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, sem sér um sjúkraflutninga í lofti, segir sveitarstjórnir um land allt með Akureyrarbæ í fararbroddi þurfi að beita sér af mun meiri hörku í flugvallarmálinu. Neyðarbrautinni svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli hefur verið lokað
en í ákveðnum veðrum er það eina brautin sem flugvélar Mýflugs geta lent á með sjúklinga. Þorkell er í ítarlegu viðtali í Vikudegi og segir málið
komið á nýtt og alvarlegra stig. „Bæjarstjórn Akureyrar þarf að gegna ákveðnu forystuhlutverki í þessu sambandi því Akureyri er miðstöð sjúkraflugsins," segir Þorkell, en ítarlega er rætt við hann í Vikudegi.
-Vikudagur, 25. ágúst