Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir í samtali við Rúv að félagið hafi óskað eftir gögnum frá veitingastaðnum sem ættu að berast á mánudag. Meira vill Björn ekki segja um málið að svo stöddu.
Á vef Rúv segir að veitingastaðurinn Sjanghæ hafi verið opnaður við Strandgötu á Akureyri í september. Áður en staðurinn var opnaður formlega var fyrsta ábendingin um að ekki væri allt með felldu. Samkvæmt heimildum Rúv er eigandi staðarins, sem er kínversk kona, grunuð um vinnumansal. Fimm kínverskir ríkisborgarar vinna á staðum.