Bandaríska sendiráðið þakklátt Súlum

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri tók á móti viðurkenningum og þökkum frá bandaríska sendiráðinu á d…
Björgunarsveitin Súlur á Akureyri tók á móti viðurkenningum og þökkum frá bandaríska sendiráðinu á dögunum. Mynd: Súlur/Facebook

Michelle Yerkin, starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi kom í opinbera heimsókn til Akureyrar fyrir skemmstu ásamt fylgdarliði  bandaríska sendiráðsins.

Sendinefndin heimsótti m.a. Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri og Háskólann á Akureyrir. Þar voru málefni Norðurslóða í brennidepli.

Þá var heimsótti sendiráðið, björgunarsveitina Súlur og veitti henni viðurkenningar og kæru þakklæti var komið á fram færi fyrir vel unni störf.

Í færslu á Facebook síðu sendiráðsins er sagt frá því að fjöldi slysa hafi orðið á Norðurlandi síðasta árið þar af nokkur banaslys. „Bandarískir ríkisborgarar eru á meðal þeirra sem lent hafa í slysum á Norðurlandi. Við í Bandaríska sendiráðinu erum auðmjúk yfir fórnfúsu og hetjulegu starfi sjálfboðaliða í íslensku björgunarsveitunum.“

„Þó íslensk náttúra sé tilkomumikil og hrífandi, þá vera slysin ekki boð á undan sér. Þegar slíkar hörmungar dynja á. Er gott að vita af því að björgunarsveitirnar hér á Norðurlandi séu ávallt í viðbragðsstöðu til að koma til hjálpar,“ segir í færslunni í lauslegri þýðingu.

Súlur sendiráð


Athugasemdir

Nýjast