Banaslys á Siglufirði

Klukkan 22:21 í gærkvöld var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Langeyrarvegi á Siglufirði. Þar urðu þrjár ungar stúlkur fyrir fólksbifreið er þær voru á leið yfir götuna eftir að hafa yfirgefið rútubifreið sem þær voru farþegar í. Tvær voru fluttar með sjúkrabifreiðum á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar var önnur þeirra úrskurðuð látin en hin var lögð inn á gjörgæsludeild alvarlega slösuð.

Sú þriðja fékk að fara heim að skoðun lokinni á heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar með minniháttar áverka. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu, segir í tilkynningu lögreglunnar. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri annast rannsókn málsins.

 

Nýjast