Bæta þarf merkingar og aðgengi á bílastæðum fatlaðra

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri beinir því til framkvæmdaráðs að taka ályktun Umferðarráðs til skoðunar hið fyrsta, þar sem ráðið beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga og umferðaryfirvalda að bæta merkingar og aðgengi á bílastæðum fatlaðra. Miða þarf stærð og umhverfi stæðanna við að þau nýtist auðveldlega öllum fötluðum.  

Bæði þurfa yfirborðsmerkingar og skilti að vera sýnileg, þannig að enginn vafi leiki á að um slíkt stæði sé að ræða.  Til að fækka stöðubrotum í þessum stæðum þarf að mati Umferðarráðs að endurskoða upphæð gjalds vegna slíkra brota hið fyrsta.

Nýjast