Bærinn styrkir LA

Samkomuhúsið á Akureyri.
Samkomuhúsið á Akureyri.

Bæj­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar samþykkti í dag 7,5 millj­óna króna styrk til Menn­ing­ar­fé­lags Ak­ur­eyr­ar til þess að tryggja sam­fellu í starf­semi Leik­fé­lags Ak­ur­eyr­ar. Er­indi barst frá vara­for­manni stjórn­ar leik­fé­lags­ins þar sem óskað var eft­ir styrkn­um. Til­lag­an um að veita styrk­inn var samþykkt með meiri­hluta at­kvæða í bæj­ar­ráði í dag en einn full­trúi sat hjá við af­greiðslu. 

Menningarfélag Akureyrar mun annast rekstur Leikfélags Akureyrar, Hofs og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í samræmi við núverandi samninga félagana þriggja við Akureyrarbæ. Sameiningin hafði áður verið samþykkt af öllum félögunum þremur.

Helsta markmið nýs félags er að tryggja samstarf og samræmingu milli stærri viðburða sem haldnir eru á Akureyri og stuðla að öruggum rekstri, góðri meðferð og nýtingu opinberra fjármuna. Einnig á nýtt félag að auka fjölbreytileika í menningar- og listalífi Norðurlands.

Nýjast