Leikfélag Akureyrar og Sinfoníuhljómsveit Norðurlands hafa óskað eftir 5 milljóna króna framlagi frá Akureyrarbæ í tilefni af 20 ára afmæli hljómsveitarinnar og 40 ára afmælis atvinnuleikhúss í bænum.
Erindið hefur verið rætt í bæjarráði og segir í fundargerð að ráðið geti ekki orðið við erindinu. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs eru styrkir og framlög bæjarins til Leikfélags Akureyrar 129 milljónir. Sinfoníuhljómsveit Norðurlands fær 33,5 milljónir frá bænum á árinu.
karleskil@vikudagur.is