Grasrótarsamtök að baki mótmælum þessum standa fyrir friðsælum mótmælum og munu bjóða upp á súpu. Fólk er hvatt til að mæta með potta og sleifar eða hvaðeina sem framkvæmir hávaða, svo að ríkisstjórnin vakni og átti sig á því að ekki er í lagi að skuldsetja margar kynslóðir þessa lands vegna óráðsíumanna, segir í fréttatilkynningu. Frummælendur á Ráðhústorgi verða Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi og nemi við HA og Embla Eir Oddsdóttir, íslensk kona.