Sá norski veitti ráðleggingar varðandi brunavarnir í útihúsum, einkum fjósum. Sigurgeir segir að hann hafi teiknað upp varnarkerfi fyrir bygginguna, "en það gerir hann án allra skuldbindinga, fyrirtækið sem hann vinnur hjá framleiðir brunavarnarkerfi en það voru engar kvaðir um kaup á því sem fylgdu þessari heimsókn," segir Sigurgeir.
Hann telur að víða megi ýmislegt betur fara hvað varðar brunavarnir í útihúsum, en oft sé um að ræða smáhluti sem auðvelt sé að lagfæra. Sjálfur fékk hann athugasemd um að geyma ekki olíutunnu við vélageymsluna og eins að setja upp hurðartjakk mili húsa svo rými lokist komi upp eldur. "Það er margt hægt að laga án mikils tilkostnaðar, en ég tel því miður að bændur muni halda að sér höndum varðandi þessi mál, þ.e. ekki leggja út í mikinn kostnað á þessum tíma. Þessi kerfi eru dýr og gengismálin eru með þeim hætti núna að menn halda að sér höndum," segir hann.
Sigurgeir segir að oft kvikni eldur í rafmagnstöflum eða þá í tengslum við einhver tæki í fjósinu, "það er gott að vita af því og vita hvar helst á að passa upp á hlutina," segir hann.