Bæjarráð Akureyrar lýsir í bókun frá fundi sínum í morgun, yfir megnri óánægju með ákvörðun
Já Upplýsingaveitna hf. að loka starfsstöð ja.is á Akureyri. Fyrirtækið hefur um áraraðir, bæði fyrir og eftir
einkavæðingu, notið þjónustu góðs og trausts starfsfólks sem verður nú fyrir barðinu á þeirri
ákvörðun fyrirtækisins að flytja störf á suðvesturhorn landsins.
Bæjarráði þykir miður að fyrirtækið skuli ekki hafa samband við bæjaryfirvöld, áður en ákvörðunin var tekin.
Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við stjórnarformann og forstjóra fyrirtækisins að þær komi á fund
bæjarráðs vegna þessarrar lokunar, en þær hafa ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk til þessa, segir
ennfremur í bókuninni.