Málið var rætt á fundi bæjarráðs í morgun og þar var lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands þar sem tilkynnt er um ákvörðun stjórnar sambandsins. Jafnframt samþykkti stjórn sambandsins að leita samþykktar UEFA (Evrópska knattspyrnusambandsins) við því að lengja aðlögunartíma aðildarfélaga er undirgangast leyfiskerfi KSÍ að mannvirkjaákvæðum kerfisins til ársins 2012 í stað ársins 2010. Sveitarfélög í landinu eru hvött til að eiga samráð með knattspyrnufélögum um aðgerðaráætlun með það að markmiði að auka enn frekar möguleika barna og unglinga á skipulögðu starfi knattspyrnuhreyfingarinnar.