Bað Björgunarsveitina Dalvík afsökunar
Annar mannanna, sem talið var að hefði fallið í Svarfaðardalsá skammt frá Dalvík aðfararnótt sunnudags, hefur beðið félaga í Björgunarsveitinni Dalvík formlega afsökunar á því að hafa orðið valdur af því að kalla þurfti út fjölda fólks til leitar. Þá styrkti hann björgunarsveitina um talsverða fjárupphæð. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Tildrög þess að Björgunnarsveitin Dalvík var kölluð út var sú að tveir menn gerðu sér það að leik að stökkva fram af brúnni og fá sér sundsprett í ánni. Vitni að atburðinum taldi að mönnunum hefði verið kastað út út bíl á brúnni, og annar þeirra hafnað í ánni. Sjónarvotturinn lét því lögreglu vita. Á fimmta tug björgunarsveitarmanna tóku þátt aðgerðunum.
“Formaður Björgunarsveitarinnar Dalvíkur segir manninn hafa verið miður sín þegar hann hafði samband og baðst afsökunar. Aldrei hafi staðið til að valda slíkum vandræðum sem raunin varð. Hann segir reyndar að símtal af þessu tagi sé sjaldgæft. Fólk sem leita þurfi að, jafvel af litlu tilefni, þakki sjaldan fyrir sig hvað þá að það biðjist afsökunar,” segir í fréttinni.
-epe