27. maí, 2009 - 17:38
Fréttir
Á fundi stjórnar Akureyrarstofu nýlega var rætt um drög að stefnu Amtsbókasafnsins. Starfsmenn og notendaráð safnsins hafa unnið drögin
í sameiningu og kom amtsbókavörður á fundinn og gerði grein fyrir stefnunni. Í kynningu sinni kom amtsbókavörður jafnframt inn á
starfsemina síðustu mánuði en aukning hefur orðið á aðsókn og notkun á safninu alla mánuði síðan í október
2008, mest 17% aukning í desember.
Stjórn Akureyrarstofu lýsti yfir ánægju með stefnuna og telur til fyrirmyndar að stofnanir bæjarins setji sér markmið um starfsemi og
þjónustugæði. Stjórnin samþykkti drögin með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum.