Aukið umferðareftirlit á þjóðvegum

Embætti ríkislögreglustjóra hefur úthlutað 33 milljónum króna samkvæmt samgönguáætlun og umferðaröryggisáætlun Alþingis til að að halda uppi umferðareftirliti á þjóðvegum landsins í sumar. Lögregluembættið á Akureyri fékk 3.500.000 kr. styrk en hæsta styrkinn fékk lögregluembættið á Selfossi eða 4.350.000 kr.  

Í eftirlitinu er lögð sérstök áhersla á hraðakstursbrot og notkun bílbelta. Þetta aukna eftirlit stendur fram í september.

Nýjast