Aukasýning um næstu helgi á gleðileiknum Húsmóðirinn
Í Húsmóðurinni tekst Vesturport á við gamanleikjaformið þar sem hurðir opnast og lokast á háréttu augnabliki, persónur birtast á óþægilegu andartaki eða yfirgefa sviðið rétt áður en allt verður óbærilega vandræðilegt. Öll trixin í bókinni og auðvitað fullt af óvæntum uppákomum að hætti Vesturports. Húsmóðirin er sett upp í Hamraborg, stóra sal Hofs, en áhorfendur sitja á sviðinu. Húsmóðirin er samstarfsverkefni Vesturports og Borgarleikhússins.
Höfundar og leikarar verksins eru þau Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Víkingur Kristjánsson og Jóhannes Níels Sigurðsson. Leikmynd og búninga hannar Ilmur Stefánsdóttir og lýsingu annast Þórður Orri Pétursson. Pálmi Sigurhjartarson semur og flytur tónlist og Ólafur Örn Thoroddssen er hljóðmaður sýningarinnar. Miðasala er í Hofi og á www.menningarhus.is.