Fjölga strætóferðum á Akureyri og stytta ferðatímann

Mynd/Þröstur Ernir.
Mynd/Þröstur Ernir.

Unnið er að því að endurskipuleggja leiðanet Strætisvagna Akureyrar með það fyrir augum að bæta þjónustuna og fjölga farþegum. Í tillögum er lagt til að leiðanetið samanstandi af tveimur megin leiðum auk pöntunarþjónustu við Innbæinn.

Annars vegar er það bláa leiðin fyrir unga fólkið, frístundir og hraða tengingu á milli stóru hverfanna. Þar verða tveir vagnar á annatíma. Hins vegar er það græna leiðin er varðar miðbæinn og vinnustaði og verða þrír vagnar á annatíma. Helstu áherslur eru að auka tíðni (15-20 mín. á annatíma), beinni leiðir, styttri ferðatími, ný hverfi tengist leiðanetinu betur og tenging við miðbæ, skóla, frístundarstarfsemi og helstu atvinnukjarna.

Bæjaryfirvöld óska ennfremur eftir hugmyndum og ábendingum bæjarbúa varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva en hægt er nálgast allar upplýsingar á heimasíðu bæjarins, akureyri.is 


Athugasemdir

Nýjast