Auglýst eftir hugmyndum um notkun Friðbjarnarhúss

I.O.G.T. Góðtemplarareglan afhenti á dögunum Akureyrarbæ fomlega að gjöf, hið glæsilega Friðbjarnarhús í Innbænum. Ekki liggur enn fyrir hvernig staðið verður að nýtingu hússins en samkvæmt upplýsingum Helenar Þ. Karlsdóttur formanns stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, verður auglýst eftir hugmyndum um notkun hússins.  

Friðbjarnarhús er talið byggt árið 1856. Húsið er kennt við Friðbjörn Steinsson, bókbindara, bóksala og bæjarstjórnarmann til fjölda ára. Á heimili Friðbjarnar var Góðtemplarareglan á Íslandi stofnuð og keypti reglan húsið árið 1961 til að koma þar á fót minjasafni. Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum árið 1978 og hefur húsfriðunarsjóður veitt viðurkenningar fyrir endurbætur og varðveislu þess. Í Friðbjarnarhúsi gefst mönnum kostur á að kynnast sögu og starfsemi Góðtemplarareglunnar til þessa dags, segir um húsið á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast