Auglýsa tillögu að breyttu KA-svæði

KA-svæðið. Mynd/Akureyri.is
KA-svæðið. Mynd/Akureyri.is

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur auglýst tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem nær til íþróttasvæðis KA við Dalsbraut. Í tillögunni felst að núverandi byggingarreitum fyrir knattspyrnuvöll og áhorfendastúku verður snúið um 90° og byggingarreit bætt við fyrir byggingu sem tengir áhorfendastúku við núverandi íþróttahús. 

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 9. júní. 


Nýjast