Verkalýðsfélagið Eining-Iðja á Akureyri hefur fengið ábendingar um að 30 aðilar í ferðaþjónustu og landbúnaði á Eyjafjarðarsvæðinu óski eftir erlendum sjálfboðaliðum til starfa þar sem húsnæði, fæði og kynning á landinu eru laun fyrir vinnuna. Þetta segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju.
Nú hefur komist á samstarf milli stéttarfélaga í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að sinna eftirliti með þessum aðilum og fleirum. Nánar er fjallað um þetta og rætt við Björn Snæbjörnsson í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 5. maí