05. október, 2009 - 11:17
Fréttir
Umhverfisnefnd Akureyrar lýsir ánægju sinni með þann augljósa ávinning sem varð af því að hætta sandburði á
götur bæjarins til hálkuvarna sl. vetur. Kostnaður við þrif og hreinsun gatna var marktækt minni og góðar líkur eru á að svifryk
hafi minnkað þó svo ekki liggi fyrir staðfesting þess vegna tíðra bilana í svifryksmælunum.
Þetta kemur fram í bókun frá fundi umhverfisnefndar fyrir helgi. Nefndin samþykkti að fela forstöðumanni umhverfismála að leggja fram
endurskoðaða áætlun vegna hálkuvarna og baráttunnar við svifryk og mengun. Síðastliðinn vetur var 94% gatnakerfis án sérstakra
hálkuvarna og umhverfisnefnd leggur til að minnka þær enn frekar ef aðstæður leyfa.