Atvinnulausum fjölgar hratt

Í Norðurþingi voru alls 180 manns á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar.
Í Norðurþingi voru alls 180 manns á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar.

Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 9,9% í október sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sem spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í nóvember í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á vinnumarkaði vegna covid 19. Á Norðurlandi eystra er atvinnuleysi komið upp í 6,8%, 590 karlar og 454 konur.

Í Norðurþingi voru alls 180 manns á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar. 123 karlar og 57 konur. Atvinnulausum hefur því fjölgað í sveitarfélaginu um 117 manns ef miðað er við október á síðasta ári. Ef miðað er við fjórðunginn allan hefur atvinnulausum fjölgað um 646 á milli ára ef miðað er við október.


Athugasemdir

Nýjast