29. janúar, 2009 - 21:44
Fréttir
Á fundi íþróttaráðs Akureyrar í dag, var tekið fyrir erindi frá Halldóri Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóra
ASÍ, þar sem hann kynnir fyrir sveitarfélögunum þá hugmynd að bjóða atvinnulausu fólki í viðkomandi sveitarfélagi að
nýta sér sundstaði sem reknir eru af sveitarfélögunum án endurgjalds.
Í bókun íþróttaráðs kemur fram að ráðið muni skoða málið frekar og var íþróttafulltrúa
falið að ræða málið við Vinnumálastofnun og leggja mögulegar hugmyndir að útfærslu fyrir íþróttaráð eigi
síðar en í marsmánuði 2009.