Atli: Þetta var algjör hörmung

„Þetta var hreint út sagt ógeðslega lélegur leikur og bara algjör hörmung,“ sagði Atli Sigurjónsson leikmaður Þórs eftir markalaust jafntefli gegn Grindavík á Þórsvelli í kvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var lítið fyrir augað og hvorugt liðið náði að sína sparihliðarnar í leiknum.  „Það vantaði allan vilja og alla baráttu. Við þurfum fimm til sex stig í viðbót til að tryggja okkur sætið, þannig að þetta var mjög lélegt.“

Atli er nýkominn frá Hollandi þar sem hann æfði með hollenska úrvalsdeildarliðinu NEC Nijmegen í vikutíma.

„Þetta var fín ferð og mér leist bara vel á þetta. Það verður örugglega eitthvað framhald á þessu en ég klára tímabilið með Þór. Það er alveg klárt. Þeim leist mjög vel á mig og vilja fá mig út í október aftur,“ sagði Atli um Hollandsferðina.

Nýjast