Atli sennilega á leiðinni í KR-Óvissa með Gísla Pál og Gunnar Má

Á förum? Gísli Páll Helgason íhugar sína framtíð hjá Þór. Mynd: Sævar Geir.
Á förum? Gísli Páll Helgason íhugar sína framtíð hjá Þór. Mynd: Sævar Geir.

Miðjumaðurinn Atli Sigurjónsson er sennilega á leiðinni frá Þór og mun ganga í raðir Íslands-og bikarmeistara KR. Þór hefur samþykkt tilboð KR í Atla sem er nú í viðræðum við Vesturbæjarliðið um samning. Þá er enn óljóst hvað varnarmaðurinn Gísli Páll Helgason gerir en hann gæti mögulega verið á leiðinni til Breiðabliks.

Miðjumaðurinn Gunnar Már Guðmundsson liggur einnig undir felldi og íhugar sína stöðu, en hann er með í höndunum tilboð frá bæði Þór og úrvalsdeildarliði ÍBV. Gunnar Már var á lánsamningi frá FH í sumar.

Nýjast