03. júní, 2009 - 14:37
Fréttir
Þeir Atli Páll Gylfason og Ægir Svanholt Reynisson, leikmenn Draupnis, voru dæmdir í eins leiks bann þegar Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman
í gær. Þeir fengu báðir rautt spjald í leik Draupnis gegn Einherja sl. föstudagskvöld í 3. deild karla í knattspyrnu. Þeir
félagar missa því af leiknum gegn Völsungi á föstudaginn kemur.
Þá fékk Hermann Albertsson, leikmaður Dalvíks/Reynis, einnig eins leiks bann.