Atli og Gísli Páll í viðræður við úrvalsdeildarlið

Á förum? Gísli Páll Helgason í leik með Þór.
Á förum? Gísli Páll Helgason í leik með Þór.

Miðjumaðurinn Atli Sigurjónsson og varnarmaðurinn Gísli Páll Helgason, leikmenn Þórs, hafa báðir fengið leyfi til þess að ræða við úrvalsdeildarfélög. Þetta staðfestir Unnsteinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, við Vikudag. Atli mun hefja viðræður við Fylki en bæði Breiðablik og ÍBV hafa fengið leyfi til þess að ræða við Gísla Pál.

Unnsteinn segist vonast til þess að halda þeim báðum hjá Þór. Báðir vilja þeir þó leika áfram í efstu deild en Þór féll sem kunnugt er niður í 1. deild í sumar. Unnsteinn segir ekki fleiri leikmenn innan Þórs vera í viðræðum við önnur lið. Þeir Atli og Gísli Páll hafa báðir verið í U21 árs landsliðshóp Íslands á þessu ári og líklegra að þeir haldi sér í þeim hópi spili þeir í Pepsi-deildinni.

Nýjast