Atli fer aftur út til Hollands

„Þetta var fín ferð og mér leist bara vel á þetta,“ segir Atli Sigurjónsson leikmaður Þórs. Atli æfði með hollenska liðinu NEC Nijmegen í vikutíma á dögunum þar sem hann freistar þess að fá samning. Hann segist ætla að klára sumarið með Þór en reiknar með að halda svo aftur út til Hollands.

„Þeim leist mjög vel á mig og vilja fá mig út í október aftur. Maður skoðar þetta bara betur þá þegar að því kemur,“ sagði Atli.

Nýjast