Atli að ná fyrri heilsu

„Ég er búinn að vera með eitthvern vírus eða eitthvað þannig sem hefur haldið mér lárréttum. Ég er hins vegar loksins að komast á lappir núna og stefni á að fara á mína fyrstu æfingu í dag í langan tíma,” segir Atli Sigurjónsson leikmaður Þórs, sem er óðum að ná sér eftir veikindi. Atli hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum Þórs í Pepsi-deildinni og munar um minna.

Framundan er hörð barátta hjá Þór um að halda sæti sínu í deildinni en norðanmenn taka á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks á sunnudaginn í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið.

 

„Ég stefni ótrauður á að ná leiknum gegn Blikum. Ég mun reyna að æfa stíft næstu daga og ná mína fyrra formi. Svo er bara sjá til hvort það gangi eftir,” segir Atli.

Nýjast