Átján mánaða fangelsisdómur

Akureyri.
Akureyri.

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest 18 mánaða fang­els­is­dóm yfir karlmanni fyr­ir lík­ams­árás og frels­is­svipt­ingu í apríl 2016 á Akureyri. Var hann fund­inn sek­ur um að hafa veist að öðrum manni með of­beldi og lamdi hann ít­rekað í and­litið. Þá var hann jafn­framt fund­inn sek­ur um að hafa í fé­lagi við tvo aðra menn svipt fórn­ar­lambið frelsi sínu með því að hafa flutt mann­inn rænu­laus­an frá Gilja­hverfi á Ak­ur­eyri upp að Fálka­felli þar sem hann var beitt­ur enn frek­ara of­beldi. 


Nýjast