26. apríl, 2011 - 13:00
Fréttir
Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrar var kynnt hugmynd að samvinnu Ungmenna-Húss og Vinnumálastofnunar um athafnamiðstöð
fyrir ungt fólk sem er án atvinnu. Athafnamiðstöðin er hugsuð sem liður í því að tengja úrræði sem þegar eru til
staðar og ná þannig að halda betur utan um þennan hóp ungs fólks.
Á fundinum var einnig kynnt verkaskipting Vinnuskóla og samfélags- og mannréttindadeildar. Samfélags- og mannréttindadeild tekur við umsjón
með eftirtöldum þáttum: Fræðslu fyrir 14-16 ára unglinga, sumarvinnu 17-25 ára og starfstengdu námi. Samfélags- og
mannréttindaráð lýsir ánægju með nýtt fyrirkomulag á verkaskiptingu Vinnuskólans.