Þessa vikuna, dagana 12.-18. febrúar munu lögreglumenn í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vera með sérstakt eftirlit er varðar ökumenn sem eru að tala í síma við akstur. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar.
„Það er margsannað að símanotkun við akstur dregur verulega úr getu ökumanna til að sinna sínu starfi af fullu öryggi, þ.e. að aka, og höfum við því miður of mörg dæmi þar sem slys og óhöpp hafa átt sér stað þar sem ökumenn hafa verið í símanum og afleiðingar þeirra ekki verið afturkræfar. Takið ykkur því frí frá símanotkun þegar þið eruð að aka, þið eigið bara eitt líf," segir á facebooksíðu lögreglunnar.