Átak í bættri umgengni og umhirðu í sveitarfélaginu

Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi Bæjarlistans ræddi um umgengni og umhirðu í Akureyrarkaupstað á fundi bæjarstjórnar í gær. Hann taldi mikilvægt á þessu 150 ára afmæli bæjarins, að allir leggðust á eitt við að gera bæinn sem fallegastan og að hann yrði kominn í sitt besta og fallegasta form á sjálfan afmælisdaginn 29. ágúst nk. Aðrir bæjarfulltrúar sem tóku til máls, tóku undir með Sigurði. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri tók einnig þátt í umræðunni og hann sagði að því miður væri töluvert af rusli í miðbænum um helgar. Sigurður lagði fram tillögum að bókun, sem samþykkt var samhljóða en þar segir: “Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdaráði að vinna áfram að hugmyndum um átak í bættri umgengni og umhirðu í sveitarfélaginu. Leita skal samráðs við skipulagsdeild, hverfisnefndir auk samtaka atvinnurekenda á Akureyri, í þeirri viðleitni að virkja samfélagið í heild sinni til betri vitundar um umgengni og umhirðu.”

 

 

Nýjast