SA Ásynjur eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum í íshokkí kvenna eftir stórsigur gegn Birninum í Egilshöllinni í kvöld, 5-1, í öðrum leik liðanna í úrslitum. Ásynjur hafa 2-0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Liðin mætast í þriðja sinn á Akureyri á laugardaginn kemur og með sigri í þeim leik tryggir norðanliðið sér titilinn. Guðrún Blöndal, Guðrún Marín Viðarsdóttir, Jónína Guðbjartsdóttir, Diljá Sif Björgvinsdóttir og Þorbjörg Eva Geirsdóttir skoruðu mörk Ásynja í leiknum en Steinunn Sigurgeirsdóttir mark Bjarnarins.