Ásprent tekið til gjaldþrotaskipta

Frá vinnslu í Ásprent.
Frá vinnslu í Ásprent.

Prentsmiðjan Ásprent Stíll á Akureyri  hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og fékk starfsfólk ekki greidd út laun núna um mánaðarmótin. Rekstur félagsins hefur verið þungur síðustu misseri og áhrif COVID-19 faraldursins hafa haft afgerandi neikvæð áhrif.

Tilraunir til fjárhagslegrar endurskipulagningar með viðskiptabanka félagsins tókust ekki. Skiptastjóri verður skipaður yfir eignum fyrirtækisins og starfsemin heldur áfram í sömu mynd þangað til annað verður ákveðið.

Taka skal fram að Vikublaðið, Dagskráin og Skráin, sem  Útgfáfufélagið gefur út og prentuð eru í Ásprent, munu koma út áfram og hefur gjaldþrot Ásprents ekki áhrif á útgáfu þessara miðla.

 


Athugasemdir

Nýjast