Ásprent Stíll og Völsungur í samstarf

Ómar Pétursson og Jónas Halldór virðast báðir harla kátir með samstarfssamninginn. Mynd: Heiðar Kris…
Ómar Pétursson og Jónas Halldór virðast báðir harla kátir með samstarfssamninginn. Mynd: Heiðar Kristjáns.

Í dag  skrifuðu fulltrúar Ásprents Stíls ehf og Íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík undir samstarfs- og styrktarsamning til eins árs. Segja má að hann sé á svipuðum nótum og samningar Völsungs áður við Skarp útgáfufélag og Prentstofuna Örk á Húsavík, en Ásprent annast nú þá þjónustu á svæðinu sem Örkin gerði áður í hönnum,  prentverki og útgáfu.

Ákvæði í samningnum lúta m.a. að prentun og dreifingu með Skránni á leikskrá fyrir heimaleiki Völsunga í knattspyrnu, auglýsinga- og kynningarmálum og skiltum á íþróttavellinum. Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs, kvaðst mjög ánægður með að tekist hafi að landa þessum samningi og halda áfram því samstarfi sem hófst við Örkina á sínum tíma.

„Ég er sömuleiðis ánægður með að hefja þetta samstarf. Við viljum styðja vel við alla íþrótta- og æskulýðsstarfsemi á Húsavík, með sama hætti og við höfum lengi gert á Akureyri.“  Sagði G.Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls. JS

 

Nýjast