Opið stórmót í hestum fór fram á Melgerðismelum sl. helgi og var keppt bæði á laugardag og sunnudag. Í töltkeppni var það Ádís Helga Sigursteinsdóttir á Von frá Árgerði sem sigraði með einkunnina 7, 44 en hún sigraði einnig í A- flokki með einkunnina 8,61. Í B- flokki sigraði Tryggvi Björnsson á Braga frá Kópavogi með einkunnina 8,62. Í Ungmennaflokki var það Jón Herkovic sem sigraði á Nastra frá Sandhólaferju með einkunina 8,39. Anna Kristín Friðriksdóttir var atkvæðamest í Unglingaflokki á Glaði frá Grund með 8,53 í einkunn og Ásdís Ósk Elvarsdóttir sigraði í Barnaflokki á Smáralind frá Syðra- Skörðugili með 8,50 í einkunn.
Önnur úrslit:
Brokk 300 m
1. Jón Björnsson á Kaldi frá Hellulandi.
Skeið 100 m
1. Stefán B. Stefánsson á Blakki frá Árgerði.
Skeið 150 m
1. Baltasar K. Baltasarsson á Sólon frá Keldudal.
Skeið 250 m
1. Stefán B. Stefánsson á Blakki frá Árgerði (Neistabikarinn).
Stökk 300 m
1. Anna Sonja Ágústsdóttir á Máney frá Samkomugerði II.