Ársskýrsla Akureyrarbæjar ekki gefin út á pappír
Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 er komin út. Lítil eftirspurn hefur verið eftir að fá skýrsluna útprentaða á liðnum árum og því þótti einboðið að hætta prentun hennar. Það er hvort tveggja umhverfisvæn aðgerð og felur um leið í sér dálítinn sparnað fyrir sveitarfélagið.
Óski einhver eftir að fá skýrsluna á pappír þá getur viðkomandi snúið sér til þjónustuanddyris Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu að Geislagötu 9.