Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á laugardag, var samþykkt að halda prófkjör laugardaginn 14. mars nk., þar sem kosið verður um sex efstu sæti listans. Arnbjörg var fyrst kjörin á Alþingi árið 1995 og átti þar sæti til 2003. Kom aftur inn á Alþingi 2004 og hefur átt þar sæti síðan. Arnbjörg hefur lengi gengt trúnaðarstöðum innan Sjálfstæðisflokksins. Bæði sem þingflokksformaður frá 2005 og sem fulltrúi í miðstjórn frá 1995. Auk þess hefur hún verið virk í málefnanefndum flokksins um langt skeið.