Arna Sif skoraði í tapleik Íslands

Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA, skoraði mark Íslands í tapleiknum gegn Svíum á Evrópumeistaramóti U19 ára landsliða kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hvíta- Rússlandi. Arna Sif og Silvía Rán Sigurðardóttir voru báðar í byrjunarliði íslenska liðsins.

Mark Íslands kom undir lok fyrri hálfleiks, Fanndís Friðriksdóttir átti aukaspyrnu sem rataði beint á kollinn á Örnu Sif sem skallai boltann í netið. Svíar svöruðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik og tryggðu sér 2-1 sigur.

Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum á sunnudaginn og þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að komast í undanúrslit keppninnar.

Nýjast