Ármann í banni gegn Víkingum

Ármann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs verður í banni í bikarleiknum gegn Víkingi R. í 16-liða úrslitum Valitor- bikar karla knattspyrnu, sem fram fer á Þórsvelli á mánudaginn kemur. Ármann fékk rautt spjald í leik Þórs og FH í Pepsi-deildinni og var úrskurðaður í eins leiks bann af Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ. Ármann var jafnframt sá eini sem var úrskurðaður í bann í Pepsi-deildinni.

Sigurjón Fannar Sigurðsson leikmaður KA í 1. deildinni var einnig úrskurðaður í eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í tapleiknum gegn Fjölni sl. föstudag. Aðrir sem úrskurðaðir voru í bann í 1. deildinni eru þeir Eyþór Helgi Birgisson og Atli Valsson úr HK og Jóhann Björnsson og Halldór Arnarsson hjá ÍR.

Nýjast